Magma í samruna

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Kanadísku orkufélögin Magma Energy Corp., sem á HS Orku, og Plutonic Power Corporation hafa skrifað undir samrunasamning. Mun nýtt sameinað fyrirtæki nefnast Alterra Power Corp.

Ross Beaty, forstjóri Magma, verður forstjóri og stjórnarformaður sameinað fyrirtækis og Donald McInnes, forstjóri Plutonic, verður aðstoðarforstjóri.  

Reutersfréttastofan segir, að Magma kaupi Plutonic fyrir um það bil 190 milljónir kanadadala, jafnvirði um 22 milljarða króna.

Verði af samrunanum, sem borinn verður undir hluthafafund í lok apríl, verður markaðsvirði hins nýja fyrirtækis 575 milljónir dala. Stjórnir og stærstu hluthafar beggja fyrirtækja segja samrunann hluthöfum í hag og leggja það til að hann verði samþykktur. Ross Beaty á 38,7% í Magma, ýmist í eigin nafni eða gegnum tengd félög.

Í tilkynningu til kauphallarinnar í Toronto kemur fram að samanlögð framleiðslugeta virkjana Magma og Plutonic sé tæplega 370 megawött og vaxtarmöguleikar miklir. Í því samhengi er meðal annars vísað til jarðvarmavirkjunar á Íslandi, og sagt að vaxtarmöguleikar til skemmri og lengri tíma hér á landi séu umtalsverðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK