Ellefu milljarða króna halli á ríkissjóði í janúar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna.

Tæplega ellefu milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs í janúar í ár. Hallinn á fyrsta mánuði ársins nemur því tæplega þriðjungi af þeim 36 milljarða króna halla sem fjárlög ársins gera ráð fyrir að verði á rekstri ríkissjóðs.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu um afkomu ríkissjóðs í janúar námu drógust tekjur hans saman um 896 milljónir miðað við sama tíma í fyrra. Gjöldin drógust hinsvegar saman um 5,6 milljarða. Heildartekjur í ríkissjóðs í mánuðinum námu um 26 milljörðum króna á sama tíma og greidd gjöld voru 37 milljarðar króna.

Tekjur ríkissjóðs í mánuðinum lækkuðu um 3,6% miðað við sama tíma í fyrra. Stærstu einstöku breytingarnar eru tekjur af sköttum á vöru og þjónustu og tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum. Þær minnka um ríflega 45% miðað við sama tíma í fyrra.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK