Þór Saari: Yfirskuldsett hagkerfi þarf ekki erlend lán

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Ómar Óskarsson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að þeirri spurningu hafi aldrei verið svarað hvort það sé raunveruleg þörf sé á innstreymi erlends fjármagns hér á landi um þessar mundir þar sem að allir bankar og Seðlabankinn séu fullir af peningum sem ekki komast í umferð vegna 3,5% raunvaxtagólfsins sem reglur um ávöxtun lífeyrisjóðanna setja. Þetta kemur fram í grein Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni vegur Þór og metur helstu efnahagsrök, siðferðileg rök og lagaleg rök sem notuð hafa verið í Icesave-umræðunni. Í greininni segir Þór meðal annars að sú fullyrðing að hér muni nást efnahagslegur stöðugleiki og hagvöxtur verði tryggður með samþykkt Icesave-samningsins á morgun. Þvert á móti segir Þór að hagkerfið sé fyrst og fremst veikburða vegna yfirskuldsetningar og frekari lántökur í kjölfar samþykktar Icesave komi ekki til með að leysa þann vanda. Ennfremur segir Þór að hagvöxtur með lántökum sé eitthvað sem hafi gefist Íslendingum illa og frekar ætti að stefna að vexti  í krafti uppbyggingu á framleiðslu og þjónustugreinum í stað þess að byggja hann upp á forsendu lánabóla á fjármálamrkaði. Að mati Þórs myndi hagvxötur hér á landi fyrst og fremst aukast ef yfirskuldsetning heimilanna yrði færð niður í stað þess að frekari erlend yrðu tekin.

Þór segir einnig að „efnahagslegu fyrir nei-i eru helst þau að áhættan er allt of mikil en samkvæmt áhættumati GAMMA getur það gerst við alls ekki ólíklegar aðstæður að skuldbindingin fari í 233 milljarða króna. Undir því stöndum við ekki. Greiðslur til Breta og Hollendinga eru beinar greiðslur úr landi og bein blóðtaka fyrir hagkerfið öfugt við það sem gerist þegar ríkið innir af hendi greiðslur innanlands sem fara í hringrás hagkerfisins með tilheyrandi margfeldisáhrifum. Peningar fyrir greiðslunum á Icesave eru ekki til í ríkissjóði og fást eingöngu með því að hækka skatta eða skera frekar niður og hvor sú leið eða sambland beggja myndi við núverandi aðstæður vera atlaga að grunnstoðum samfélagsins og sennilega ganga endanlega frá öllum möguleikum um hagvöxt. “

Grein Þórs má lesa hér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK