Tryggingafélög kaupa í MP

Hluthafahópur MP banka mun stækka talsvert, meðal annars með stórri …
Hluthafahópur MP banka mun stækka talsvert, meðal annars með stórri fjárfestingu erlendis frá.

Meðal þeirra sem taka þátt í hlutafjáraukningu MP banka er  tryggingafélögin VÍS og Tryggingamiðstöðin, auk systkinanna Guðmundar Jónssonar og Berglindar Jónsdóttur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna eignast jafnframt stóran hlut.

Fjárfestirinn Skúli Mogensen hefur leitt fjárfestahópinn sem tekur þátt í hlutafjáraukningunni. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, eignast 15% í MP eftir hlutafjáraukninguna. Áðurnefnd Guðmundur og Berglind eignast um 10%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna 10% og áðurnefnd tryggingafélög ívið minna.

Guðmundur og Berglind Jónsbörn voru í þeim fjárfestahóp sem var langt kominn með að kaupa ráðandi hlut í tryggingafélaginu í Sjóvá síðasta haust, en sem er kunnugt er sagði sá kaupendahópur sig frá söluferlinu. Svo virðist sem Guðmundur og Berglind hafi því fundið fé sínu farveg með kaupum á stórum hlut í MP banka.

Fram hefur komið að erlendir fjárfestar muni kaupa um fimmtungshlut í MP banka. Þar á meðal er Joseph Lewis, sem hefur hingað til verið þekktur fyrir að eiga stóran hlut í knattspyrnuliðinu Tottenham. Einnig er breska Rowland-fjölskyldan meðal erlendu fjárfestanna. Rowland-fjölskyldan er ekki ókunn fjárfestingum í íslenskum fjármálafyrirtækjum, en eftir gjaldþrot Kaupþings haustið 2008 keypti fjölskyldan starfsemi bankans í Lúxemborg og endurskírði Banque de Havilland. 

Þrotabú eignast hlut

Loks eignast Drómi, eignaumsýslufélag eigna þrotabúa Spron og Frjálsa fjárfestingabankans, nokkurra prósenta hlut í MP banka. Skýringin á því er sú að MP banki keypti NB-netbankann af þrotabúi Spron í mars 2009. Í kjölfarið eignaðist Drómi kröfu á MP banka, sem er breytt í hlutafé í þeirri hlutafjáraukningu sem verður endanlega gengið frá á hluthafafundi bankans í dag.

Uppfært 11.54: Sjólaskip koma ekki að kaupum á hlutafé í MP banka, heldur eru það systkinin Guðmundur og Berglind, sem kennd hafa verið við fyrirtækið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK