Seðlabanki kaupir krónur

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Seðlabanki Íslands hefur óskað eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Er Seðlabankinn nú að stíga sín fyrstu skref í afnámi hafta. Hyggst bankinn kaupa krónur gegn greiðslu í evrum, fyrir allt að 15 milljarða króna. Allir viðskiptavakar á millibankamarkaði með krónur geta gegnt hlutverki milliliða. Skila þarf inn tilboðum fyrir 7.júní næstkomandi.

„Samhliða útboðinu mun Seðlabankinn, fyrir hönd ríkisjóðs, bjóðast til að kaupa til baka krónuskuldabréf ríkissjóðs sem falla á gjalddaga fyrir lok maí 2013. Markmið þessara fyrstu aðgerða í fyrri áfanga áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta, er að stuðla að því að fjárfestar geti selt krónueignir sínar með skipulögðum hætti ef þeir svo kjósa. Lausafjárstaða bankanna er nægilega sterk til þess að standast tilfærslur á þeirri krónufjárhæð sem Seðlabankinn býðst til að kaupa og með ofangreindum endurkaupum á ríkisbréfum er dregið úr mögulegum hliðaráhrifum viðskiptanna á skuldabréfamarkað,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK