Grikkir gætu þurft að hætta með evruna

Maria Damanaki situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Maria Damanaki situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Reuters

Takist stjórnvöldum í Grikklandi ekki að ná fram samstöðu um frekari niðurskurð í landinu gætu Grikkir orðið að segja skilið við evruna og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil á ný. Þetta viðurkenndi Maria Damanaki, sem sér um sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í dag.

Grísk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því til þessa að sá möguleiki hafi verið til skoðunar að segja skilið við evruna í því skyni að ná tökum á miklum efnahagserfiðleikum Grikklands en Damanaki, sem tilnefnd var í framkvæmdastjórnina af núverandi ríkisstjórn landsins, sagði alvarlega stöðu heimalands hennar hafa knúið hana til þess að ræða málið opinskátt.

„Sá möguleiki að Grikkland yfirgefi evruna er núna á borðinu sem og leiðir til þess að framkvæma það. Annað hvort náum við samkomulagi við skuldunauta okkar um áætlun sem fela mun í sér erfiðar fórnir eða við tökum aftur um drökmuna,“ sagði Damanaki í ræðu sem hún flutti í gær.

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB, Amelia Torres, sagði fréttamönnum í dag að engar viðræður væru í gangi við grísk stjórnvöld um þann möguleika að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Hins vegar gæti hún ekki útilokað að slíkar viðræður færu fram á öðrum vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK