Spáir grísku þjóðargjaldþroti

Útsýni yfir Akrópólishæð Aþenu.
Útsýni yfir Akrópólishæð Aþenu. Kristinn Ingvarsson

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Grikklands og vermir landið nú neðsta sæti matsfyrirtækisins yfir lánshæfi ríkja. Telur matsfyrirtækið allt benda til að Grikkland fari í greiðsluþrot.

Þannig hefur matsfyrirtækið lækkað matið niður úr B í CCC og er ákvörðunin m.a. rökstutt með því að líklegt sé að landið fari að minnsta kosti einu sinni í greiðsluþrot fyrir 2013.

Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, en þar segir að grísk stjórnvöld hafi brugðist við niðurfærslunni með þeim orðum að matsfyrirtækið horfi framhjá viðleitni stjórnvalda í Aþenu til að tryggja endurfjármögnun á skuldum.

Segir þar jafnframt að líklegt sé að Evrópusambandið muni beita sér fyrir endurskipulagningu skulda líkt og þegar ríki lendi í greiðslufalli. Það muni aftur þýða að skilmálarnir verði verri fyrir lánveitendur en fram þessu.

En Grikkir fengu sem kunnugt er neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu síðasta sumar vegna greiðsluerfiðleika ríkissjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK