Segir Ísland vera komið inn úr kuldanum

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. Friðrik Tryggvason

Ásgeir Jónsson hagfræðingur skrifar grein í Wall Street Journal, þar sem hann segir að gæfa Íslendinga felist í því að hafa ekki getað bjargað bönkunum.

Íslenska ríkið lauk sem kunnugt er skuldabréfaútboði fyrir einn milljarð dollara á dögunum. Ásgeir segir að það sé vitnisburður um að fjárfestar leggi blessun sína yfir viðbrögð ríkisins við bankahruninu og telji hagkerfið vera á batavegi.

Gæfa Íslands hafi falist í því að eiga ekki kost á björgun - það hafi ekki verið í Evrópusambandinu og almennt hafi ekki verið talin smithætta af greiðslufalli Íslands.

Ásgeir ber saman stöðu Íslands og Írlands. Írar hafi brugðist við svipuðum vanda árið 2008, en gripið til þess ráðs að ábyrgjast allar skuldbindingar bankakerfisins. Fé skattborgara hafi þannig verið sett að veði fyrir írsku bankana. Því séu írskir skattgreiðendur í verri stöðu en íslenskir.

Þá segir Ásgeir að í ljós hafi komið að bankakreppan sé ekki lausafjárvandi, eins og fyrst hafi verið ályktað, heldur eiginfjárvandi.

Grein Ásgeirs á Wall Street Journal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK