Kostnaðarverðbólga gengur yfir

Greiningardeild Arion banka segir að kostnaðarverbólga gangi nú yfir þar sem áhrif vegna launahækkana, hækkandi hrávöruverðs og veikingar krónunnar komi fram á sama tíma.

Fram kemur í Markaðspunktum að það sé mat Greiningardeildar nú þegar megi greina veik merki þess efnis að birgjar og kaupmenn séu farnir að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlagið en fyrstu launahækkanir vegna kjarasamninga hafi átt sér stað 1. júní sl.

Við gerum þó ráð fyrir að sterkari áhrif komi fram á komandi mánuðum. Nú þegar hefur verðlagsnefnd búvara stigið fram og tilkynnt gjaldskrárhækkun á mjólk og öðrum mjólkurafurðum 1. júlí nk. Greiningardeild gerir ráð fyrir að aðrir birgja og kaupmenn fylgi í kjölfarið.

Fram kemur að verðlag hafi hækkað um 0,5% í júní frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri verðmælingu Hagstofunnar og mælist ársverðbólgan því nú 4,2% samanborið við 3,4% í maí. Spá Greiningardeildar hljóðaði upp á 0,6%. Frávikin megi rekja til lækkunar á flugfargjöldum ásamt því sem húsnæðisliðurinn hafi haft veikari áhrif en við deildin hafði gert ráð fyrir.
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK