Vaxtahækkun verði afturkölluð

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Vaxtahækkunin gengur þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings, segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

„Seðlabankinn hækkaði vexti í morgun um 0,25% þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi verið 6,6% í júlí og bankinn spái 7,1% atvinnuleysi á árinu í heild. Samkvæmt spá bankans nú verður atvinnulífið áfram í hægagangi og þrátt fyrir meiri bjartsýni um hagvöxt á þessu ári, eða 2,8% aukningu landsframleiðslu í stað 2,3% í aprílspá, hefur útlitið fyrir árið 2012 versnað mjög að mati bankans. Hann spáir nú aðeins 1,6% vexti landsframleiðslu á næsta ári en gerði ráð fyrir 2,9% vexti í apríl sl.

Vaxtahækkun nú, þegar horft er fram á svo slakar horfur á árinu 2012, er því í senn ótrúleg og óhugguleg og stuðlar að því að viðhalda kreppuástandinu í íslensku atvinnulífi. Rökstuðningur Seðlabankans um nauðsyn vaxtahækkunar á grundvelli aukinnar verðbólgu er afar hæpinn þar sem verðlagshækkanir á fyrri hluta þessa árs eiga sér að stærstum hluta skýringu í þróun verðlags á erlendum mörkuðum, hækkun húsnæðisverðs og slöku gengi íslensku krónunnar," segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK