Hagsmunasamtökin standa við útreikninga

Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hafnar því að útreikningar samtakanna á verðtryggingu lána séu byggðar á misskilningi, eins og haft var eftir Stefáni Inga Valdimarssyni stærðfræðingi í Morgunblaðinu í fyrradag.

„Það er í sjálfu sér rétt og ég tek undir það með stærðfræðingnum að það breytir engu fyrir lántakanda hvort verðbætur séu reiknaðar af höfuðstól eða greiðslur, ef þær eru alltaf staðgreiddar. En raunin er sú að í framkvæmd hafa lánastofnanir bætt ógreiddum verðbótum ofan á lánin um hver mánaðamót. Verðbæturnar eru þannig ekki staðgreiddar, eins og stærðfræðingurinn virðist gera ráð fyrir. Í því liggur stóri munurinn og þetta veldur margfeldisáhrifum, vegna óendanlegra vaxtavaxta, sem aftur verða til þess að höfuðstóllinn vex mun meira en ella,“ segir hún. Andrea segir að stórfelldur munur sé á reikningsaðferðunum. „Það er þessi aðferð að bæta verðbótunum við höfuðstólinn og uppreikna höfuðstólinn alltaf hærri sem hefur ekki lagastoð. Aðferðafræðin gerir það síðan að verkum að stýrivextir seðlabankans virka ekki sem hagstjórnartæki.“

Stefán Ingi Valdimarsson sagði við Morgunblaðið á fimmtudaginn að sér sýndist sem Hagsmunasamtökin gerðu ráð fyrir því að bankar reiknuðu verðtryggingu bæði ofan á greiðslur og á höfuðstól lánanna. „Ef sú væri raunin væri vissulega verið að innheimta meira fé af lántakendum en heimilt er, en bankarnir gera þetta einfaldlega ekki svoleiðis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK