Landsbanki metur kostnað ríkisins vegna SpKef á 30 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Landsbankinn telur að kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtöku bankans á SpKef muni nema 30,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Í skýringum við uppgjör bankans kemur fram að bankinn og fjármálaráðuneytið takist enn á um verðmat á eignum og skuldum SpKef, en sem kunnugt er tók Landsbankinn yfir sparisjóðinn síðastliðinn mars. Fram kemur í skýringum að Landsbankinn metur skuldir SpKef á tæpa 74 milljarða.

Landsbankinn metur hins vegar eignir SpKef á 43,2 milljarða en fram kemur að eignir sparisjóðsins hafi verið metnar á tæpa 59 milljarða áður en hann var tekinn yfir. Mestu munar um matið á útlánasafni SpKef en samkvæmt uppgjöri Landsbankans var það metið á ríflega 42 milljarða áður en sjóðurinn var tekinn yfir. Landsbankinn telur hins vegar útlánasafnið ekki vera nema 27 milljarða króna virði.

Þegar tilkynnt var að Landsbankinn myndi taka yfir rekstur SpKef lýsti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, því yfir að kostnaður ríkisins vegna þessa yrði ríflega 11 milljarðar og viðskiptin spöruðu ríkissjóði í raun 8,5 milljarða þar sem ekki þyrfti að endurfjármagna sjóðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK