Fasteignasala undir meðaltali

Alls var 98 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 9. september til og með 15. september 2011. Eru þetta aðeins færri samningar en hefur verið þinglýst að meðaltali undanfarnar tólf vikur en að meðaltali hefur 100 kaupsamningum verið þinglýst á viku.

Þar af var 71 samningur um eignir í fjölbýli, 21 samningur um sérbýli og sex samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.715 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,7 milljónir króna.

Á sama tíma var fimm kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var einn samningur um eignir í fjölbýli og fjórir um sérbýli. Heildarveltan var 126 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,3 milljónir króna.

Á sama tíma var sex kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru tveir samningar um eignir í fjölbýli og fjórir samningar um sérbýli. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,9 milljónir króna. Á sama tíma var fimm kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir um sérbýli. Heildarveltan var 119 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,7 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK