Evrópski seðlabankinn kaupir ítölsk skuldabréf

Evrópski seðlabankinn. Úr myndasafni.
Evrópski seðlabankinn. Úr myndasafni.

Evrópski seðlabankinn hefur í dag keypt skuldabréf ítalska ríkisins samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Munurinn á ávöxtunarkröfu ítalskra og þýskra ríkisskuldabréfa var 4,07% í viðskiptum í morgun.

Munurinn var 4,16% í ágúst, áður en Evrópski seðlabankinn hóf að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf, og hafði þá aldrei verið meiri síðan evran var tekin í notkun sem gjaldmiðill. 

Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að ítölsk stjórnvöld hefðu verið í viðræðum við Kínverja um að kaupa ítölsk skuldabréf. Ekki er ljóst hvort þær viðræður hafi skilað einhverjum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK