Björgunarsjóður ríflega fjórfaldaður

Reuters

Ný björgunaráætlun er í mótun á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að bjarga evrusvæðinu samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Meðal þess sem búist er við að hún innihaldi er að helmingur skulda gríska ríkisins verði afskrifaður og að björgunarsjóður svæðisins verði stækkaður upp í allt að 2.000 milljarða evra eða rúmlega fjórföld stærð hans í dag.

Samkvæmt fréttinni er gert ráð fyrir því að það reynist gríðarlega erfitt að fá björgunaráætlunina samþykkta en á móti komi að ef það takist ekki verði afleiðingarnar mjög alvarlegar. Forystumenn ESB vonist til þess að áætlunin verði tilbúin innan fimm til sex vikna.

Fram kemur að fjárfestum þyki hafa gengið hægt að finna lausn á skuldakrísu evrusvæðisins til þessa og að ef róa eigi markaðina þurfi aðgerðir en ekki bara yfirlýsingar.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir að verulegar afskriftir skulda gríska ríkisins feli í raun í sér skipulegt greiðsluþrot Grikklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK