Mesta verðbólga í 15 mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,63% í september samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Hefur vísitalan þá hækkað um 5,7% síðustu 12 mánuði og um 1% síðustu þrjá mánuði sem jafngildir 4,1% verðbólgu á ári.

Er þetta mesta 12 mánaða verðbólga, sem mælst hefur frá því í júní árið 2010. Verðbólgan hefur farið stigvaxandi á árinu en hún mældist 1,8% í janúar 2,8% í apríl, 4,2% í júní og 5% í ágúst. 

Vísitala neysluverðs án húsnæðis  hækkaði um 0,75% frá ágúst.

Hagstofan segir, að sumarútsölum sé víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,2% og verð á húsgögnum, heimilis- og raftækjum um 2,3%. Þá hækkaði verð á dagvöru um 0,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK