Í stríð gegn Wall Street

Grímur Anonymous-tölvuhakkarahópsins.
Grímur Anonymous-tölvuhakkarahópsins. PAUL HANNA

Tölvuhakkarahópurinn Anonymous hótar því að eyða kauphöllinni í New York af Netinu þann 10. október. Þetta kemur fram í myndbandi sem sagt er vera frá samtökunum. Meðlimir hópsins réðust á síður eins og Amazon, Visa og Mastercard í fyrra eftir að þessi fyrirtæki hættu að veita WikiLeaks þjónustu.

Í myndbandinu kemur fram að atburðir á Wall Street hafi vakið athygli samtakanna. Stjórnvöld framfylgi lögum sem refsi 99 prósent bandarísku þjóðarinnar en geri einu prósenti hennar kleift að forðast ábyrgð á glæpum sínum gegn fólkinu.

Því hafi samtökin lýst yfir stríði á hendur kauphöllinni í New York. Þann 10. október muni kauphöllin verða afmáð af Netinu.

Myndband Anonymous á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK