Gagnslaus álagspróf?

Reuters

Breska dagblaðið Guardian veltir upp þeirri spurningu á fréttavef sínum hvernig belgísk/franski bankinn Dexia hafi staðist álagspróf Evrópusambandsins fyrir einungis þremur mánuðum í ljósi falls bankans á dögunum.

Niðurstaða blaðsins er sú að álagsprófin hafi einfaldlega gert of litlar kröfur sem auðvelt hafi verið að standast. Engu að síður hafi niðurstaða þeirra verið sú að átta bankar hafi ekki staðist prófin og sextán verið á mörkum þess.

„Prófin hafa reynst gagnslaus jafnvel hraðar en árið 2010 þegar írskir bankar fengu heilbrigðisvottorð en þurftu síðan á björgun að halda fjórum mánuðum síðar,“ segir í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK