Moody's lækkar héröðin á Spáni

Frá Spáni, þar sem verið hafa mótmæli gegn ástandinu á …
Frá Spáni, þar sem verið hafa mótmæli gegn ástandinu á fjármálamörkuðum. Reuters

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfismat flestra sjálfstjórnarhéraða Spánar í dag, daginn eftir að lánshæfiseinkunn spænska ríkisins var lækkuð. Telur fyrirtækið enn skorta á raunhæfar lausnir hjá Spánverjum á efnahagsvanda sínum.

Moody's lækkaði einkunn níu héraða um einn til tvo matsflokka, nema að Castile-La Mancha var lækkað um fimm flokka, niður í lánshæfiseinkunnina Baa2. Öll héruðin eru með neikvæðar horfur, með hættu á enn frekari lækkun.

Að mati Moody's hafa héruðin þurft að ganga verulega á lausafé sitt og fjárþörf til lengri tíma sé mjög mikil. Skuldasöfnunin sé einnig úr hófi fram og illa hafi tekist til við niðurskurð útgjalda.

Vegna skýrslu Moody's sendi spænski seðlabankinn frá sér yfirlýsingu þar sem segir að niðurstaða matsfyrirtækisins sé mörkuð af skammtímasjónarmiðum, verið sé að bregðast við neikvæðum fréttum af evruríkjunum þessa dagana frekar en að hugsa til áhrifaþátta lengra fram í tímann. Stjórnvöld á Spáni muni ráða fram úr vandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK