5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, að vísbendingar væru um að alvaran hjá Alcoa um byggingu álvers á Bakka við Húsavík hefði ekki verið jafn mikil og látið var.

Hún sagðist spyrja sig hvers vegna Alcoa hefði aldrei sótt um lóð á Bakka við Húsavík og hvers vegna fyrirtækið hefði sjálfviljugt aldrei hafið formlegar viðræður við Landsvirkjun um orkukaup.

„Ég spyr mig líka: Hvers vegna er ekkert minnst á, að menn séu þarna hættir við þetta verkefni, á heimasíðu móðurfélags Alcoa. Þetta er mjög sérkennilegt vegna þess að fyrirtækið er skráð á markaði. Það gefur því undir fótinn að alvaran hafi ekki verið jafn mikil og væntingar voru gefnar um norður," sagði Katrín.

Hún sagði, að fimm fyrirtæki væru nú í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi og nýtingu jarðvarmans þar. Sum væru komin lengra í viðræðunum en Alcoa komst á sex árum.

Eitt þessara fyrirtæki sé álfyrirtæki sem telji sig geta byggt upp með þeim hraða sem jarðvarminn fyrir norðan býður upp á.

Katrín sagði að tvö þessara fyrirtækja hefðu þegar sótt um lóð fyrir norðan.

Verið var að ræða um stöðu mála eftir ákvörðun Alcoa, að hætta við byggingu álvers á Bakka. Jón Gunnarsson hóf umræðuna og sagði, að þetta væri pólitísk niðurstaða núverandi ríkisstjórnar. En ekki væri hægt að fagna þegar svona stór fyrirtæki hyrfu á braut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK