Stækkun álvers í fullum gangi

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík

Framkvæmdir við stækkun álvers í Straumsvík eru í fullum gangi. Nú vinna um 220 að stækkuninni í Straumsvík auk þess sem um 50 tæknifræðingar, verkfræðingar og aðrir sérfræðingar hjá verkfræðistofunni HRV, sem sér um hönnun, útboð og umsjón með verklegum framkvæmdum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Alcan á Íslandi en félagið hefur nú gefið út fyrsta tölublað Straums, sem er fréttabréf ætlað starfsfólki og verktökum, um stórframkvæmdirnar sem standa nú yfir í Straumvík en fréttabréfið mun koma út mánaðarlega.

Framkvæmdir við stækkun álversins eru tvíþættar og snúa annars vegar að straumhækkunarhluta, þar sem hækka á strauminn á kerunum þar sem álið er framleitt og gera álverinu þar með kleift að auka framleiðslu sína. Hins vegar er um ræða breytingu á steypuskálahlutanum þar sem framleiðsluaðferð er breytt með það að markmiði að gera framleiðsluna verðmætari.

Samkvæmt tilkynningu frá Alcan á Íslandi nemur fjárfestingin tæpum sextíu milljörðum króna og því um að ræða, að því er komist er næst,  stærsta fjárfestingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hruni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK