Bankarnir þurfa 108 milljarða evra

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Stærstu bankar Evrópu neyðast til að finna nýtt fjármagn þar sem talið er að þá vanti 108 milljarða evra, yfir 17.000 milljarða króna, á næstu sex til níu mánuðum, til að standa við samning um fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB samþykktu í þeim tilgangi að styrkja bankakerfið. Financial Times greinir frá þessu á vef sínum.

Fjárhæðin sem er sögð niðurstaða loka álagsprófs Fjármálaeftirlits Evrópu, er  mun hærri tala en þeir 80 milljaðar evra sem rætt var um í vikunni. Ráðherrar frá aðildarríkjunum 27 funduðu í dag um skuldavanda Evrópu og studdu fyrrgreinda niðurstöðu eftir að reynt hafði verið að leggja mat á hversu mikið fé skorti og hvaða leiðir væru færar að því marki.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og George Osborne voru bæði bjartsýn í lok fundarins og töldu að náðst hefði árangur í viðræðum ráðherranna.

Er sagt að 108 milljarðar evra eigi að tryggja að bankarnir standist kröfur um að lágmarki 9% eiginfjárhlutfall eftir þeir hafa fært niður markaðsverð skuldabréfa þeirra evruríkja sem eiga í vanda.

Endurskoðað mat á fjárþörf bankanna er þó ekki jafn hátt og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur gatið vera upp á um 200 milljarða evra vegna afskrifta á ríkisskuldabréfum. Aðrir greinendur telja jafnvel að fjárþörfin geti numið um 275 milljörðum evra.

Frétt FT

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK