Lönd án evru útundan

David Cameron, forsætisráðherra Breta á blaðamannafundi eftir leiðtogafund ESB ríkja …
David Cameron, forsætisráðherra Breta á blaðamannafundi eftir leiðtogafund ESB ríkja í dag. Reuters

David Cameron, forsætisráðherra Breta, varaði við því í dag að loknum leiðtogafundi ESB að lönd sem stæðu utan evrusvæðisins gætu átt á hættu að verða útundan á meðan evrulöndin sautján ynnu saman að því að leysa úr evruvandanum.

Cameron sagði að jafnvel þó það væri Bretum í hag að evrulöndin ynnu saman að lausn vandans væri jafnframt ákveðin hætta falin í slíku samstarfi fyrir þau lönd sem stæðu utan evrusvæðisins. Hættan væri falin í því að aðilar evrusvæðisins færu að taka ákvarðanir sem hefðu áhrif á innri markaðinn.

Hann legði því áherslu á að í lokayfirlýsingunni væri komið inn á mikilvægi þessa en heimildir herma að fundurinn hafi dregist á langinn þar sem aðilar gátu ekki komið sér saman um orðalag þess efnis.

Í lokayfirlýsingunni segir að þess sé krafist „að jafnræðis sé gætt meðal allra aðildarríkja, þar með talið þeirra ríkja sem hafa ekki tekið upp evruna.“

Aðspurður hafnaði Cameron því að honum fyndist erfitt að vera ekki viðstaddur er teknar væru ákvarðanir um evruna án þess að hann væri viðstaddur, þar sem hann hefði hvorki áhuga á evrunni né vildi að Bretland tæki hana upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK