Heppni að AGS kom ekki fyrr

Gylfi Zoëga á fundinum í Hörpu.
Gylfi Zoëga á fundinum í Hörpu.

Gylfi Zoëga, prófessor, sagði á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu síðdegis, að það hefði verið heppni að ekki var hægt að bjarga íslensku bönkunum fyrir bankahrunið.

Gylfi sagðist vilja leiðrétta þær ævintýrasögur, sem sæjust oft í erlendum fjölmiðlum, að Íslendingar væru einstakir, enda afkomendur víkinga, og vilji ekki borga skuldir óábyrgra bankamanna.

Sagði Gylfi að Íslendingar hefðu fram til þessa alltaf borgað fyrir uppátæki bankamanna sinna. „Það gæti í raun verið nafn lýðveldisins okkar," sagði Gylfi.

Íslendinga hefðu hins vegar  heppnir að hafa ekki evruna til að bjarga bönkunum.  Þá hefðu þeir verið  heppnir, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði ekki komið til Íslands í maí 2008 í stað október það ár því þá hefði sjóðurinn hugsanlega bjargað bönkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK