Líkir evrunni við erkisynd

Hagfræðingurinn Paul Krugman flutti fyrirlestur á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðisins …
Hagfræðingurinn Paul Krugman flutti fyrirlestur á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðisins í Hörpu fyrir stuttu.

Hagfræðiprófessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman líkir skuldavanda Ítala við erfðasyndina, á bloggi sínu hjá New York Times og segir að í því sambandi komi stöðugt upp spurning um hvernig hann geti bætt fyrir viðvaranir sínar um skuldabréfafjárfesta, þegar litið sé til þess sem sé að gerast á Ítalíu.

Krugman grípur til myndlíkingar og segir svarið liggja í hugmyndinni um synd. Hann segist þar ekki tala um erfðasynd í skilningi páfans heldur efnahagslega erfðasynd, þá viðteknu hugmynd að með því að fá lán í erlendum gjaldeyri séu þróuð ríki sérstaklega varnarlaus fyrir fjármálakreppum.

„Þar er það lykilatriðið að með því að taka upp evruna, þá fékk Ítalía sér bita af eplinu,“ segir Krugman, „og framdi erfðasyndina  með því að breyta stöðu landsins úr þróuðu landi sem gefur út skuldabréf í eigin gjaldmiðli fyrir í skuldabréf í gjaldmiðli einhvers annars aðila. Þó sá aðili sé að forminu til Evrópa þá sé hann í raun Þýskaland. Þar liggur rótin að varnarleysi Ítala,“ segir Krugman.
Pistill Krugman

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK