Landsbankinn greiði 50 milljarða króna í arð

Vilhjálmur sagði að það væri dýrt fyrir bankana að vera …
Vilhjálmur sagði að það væri dýrt fyrir bankana að vera með mjög hátt eigið fé.

Landsbankinn er með alltof hátt eiginfjárhlutfall og gæti auðveldlega greitt ríkinu 50 milljarða króna arð. Staða hans yrði samt sem áður mjög sterk. Þetta kom fram í erindi Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á morgunverðarfundi SA í Hörpu.

Hann segir að há eiginfjárhlutföll bankanna auki verulega þörf fyrir vaxtamun og þjónustutekjur. Hættan er sú, að sögn Vilhjálms, að bankarnir þurfi að viðhalda 5% vaxtamun til lengri tíma.

Vilhjálmur ítrekaði í máli sínu að hagkvæmur fjármálamarkaður væri ein af forsendum samkeppnishæfs atvinnulífs. Hins vegar væri verulegur skortur á því af hálfu stjórnvalda að einhver framtíðarsýn um fjármálamarkaði væri mörkuð.

Fram kom í máli Vilhjálms að það væri þörf á eigendum sem hugsuðu um hag bankanna. Hann telur alls ekki heppilegt að ríkið sé eigandi að bönkum. Því ætti ríkið að huga að því að selja hlut sinn í Landsbankanum. Í þeim efnum væri mjög æskilegt ef fleiri en einn íslenskur banki væri í eigu erlendra aðila.

Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, tók undir að eigið fé íslenskra banka væri of mikið og mun meira en banka í nágrannalöndum okkar. Geta íslenskra banka til að lána væri því mikil, en eftirspurn eftir lánsfé væri takmörkuð. Lán til fyrirtækja væru aðallega til að útvega rekstrarfé til að mæta sveiflum í rekstrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK