Álag á ítölsk skuldabréf rúm 7%

Mario Monti
Mario Monti Reuters

Lánskjör ítalska ríkisins hafa ekki batnað við skipun Mario Monti í embætti forsætisráðherra, en í morgun var álag á skuldabréf ríkisins til tíu ára 7,039%. Álagið fór hæst í 7,483% þann 9. nóvember sl. en 7% múrinn er talinn marka upphafið af ósjálfbærri skuldastöðu.

Líkt og fram kom í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í síðustu viku er Ítalía þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins og nema skuldir Ítalíu  tæpum 24% af heildarskuldum svæðisins.  Heildarskuldir Ítalíu nema um 1,9 triljónum evra sem er meira en samanlagðar skuldir, Grikklands, Írlands, Portúgal og Spánar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK