S&P varar við hugsanlegri lækkun lánshæfiseinkunnar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur varað stjórnvöld í sex evruríkjum, sem eru nú með hæstu lánshæfiseinkunn, við því að til þess kunni að koma að einkunnirnar verði lækkaðar.

Blaðið Financial Times segir að síðar í kvöld muni S&P tilkynna að lánshæfiseinkunnir Þýskalands, Frakklands, Hollands, Austurríkis, Finnlands og Lúxemborgar verða settar á athugunarlista vegna hugsanlegrar lækkunar.

Að sögn blaðsins varaði S&P ríkin sex við því, að einkunnir þeirra kunni að verða lækkaðar úr AAA í AA+. Sérfræðingar segja að það ætti ekki að koma á óvart ef einkunn Frakka lækkar en fáir hafa spáð því að einkunn Þýskalands sé í hættu.  

Matsfyrirtækið segist m.a. hafa áhyggjur af hugsanlegum áhrifum, sem vaxandi pólitísk og efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu hafi á efnahagslíf Þýskalands. Þess vegna sé lánshæfismat þýska ríkisins tekið til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK