Vilja auka aga á evrusvæðinu

Leiðtogar Þýskalands og Frakklands urðu í dag sammála um áætlun sem miðar að því að auka aga í ríkisfjármálum ríkja á evrusvæðinu. Segja þeir að breyta verði stofnsáttmála Evrópusambandsins til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu og bjarga evrusamstarfinu.

Síðar í þessari viku stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja leggi lokahönd á björgunaráætlun fyrir evrusvæðið. 

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði eftir fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag að ríkin væru sammála um hvað gera þyrfti og mundu lýsa þeim tillögum í bréfi til Hermans Van Rompuys, forseta Evrópusambandsins, á miðvikudag.

„Við viljum tryggja að það ójafnvægi, sem leiddi til núverandi stöðu á evrusvæðinu, endurtaki sig ekki," sagði Sarkozy.

Sarkozy og Merkel vilja að gerður verði nýr bindandi sáttmáli fyrir þau 17 ríki, sem taka þátt í evrusamstarfinu og sem önnur ESB-ríki geti gerst aðilar að. Þessi sáttmáli kveði á um strangar reglur um ríkisfjármál og að þau ríki, sem ekki uppfylla þær, sæti refsiaðgerðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK