Ísland gæti dafnað undir aga í hagstjórn

Arnór Sighvatsson.
Arnór Sighvatsson.

Reynsla Íslands af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bendir til þess að landið muni dafna vel undir aga í hagstjórn, að mati Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra.

Þetta kom fram í erindi Arnórs á fundi Alþýðusambands Íslands um gjaldeyrismál í vikunni. Sagði Arnór þar, að aga þurfi hagstjórnina meira en gert hefur verið til þessa, með því að setja henni umgjörð sem þvingi stjórnvöld til þess að hverfa frá skammsýni og horfa til lengri tíma.

„Ein leið til þess er að ganga í gjaldmiðilsbandalag. Reynsla Grikkja og annarra landa á jaðri evrusvæðisins sýnir hins vegar að snúi stjórnvöld ekki baki við skammsýnni hagstjórn og fresti því of lengi að takast á við aðsteðjandi vanda er það agavald allt annað en blítt. Ég hygg að reynsla Íslands af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bendi hins vegar til þess að landið muni dafna vel undir slíkum aga. Standi aðild að evrusvæðinu hins vegar ekki til boða þarf aginn að koma innan frá. Úrbætur sem  Seðlabankinn hefur lagt til í tveimur skýrslum undanfarin ár miða að því að auka hann. Sömu aðgerðir gætu í mörgum tilvikum einnig stuðlað að stöðugleika og sjálfbærum  hagvexti innan gjaldmiðilsbandalags og að sumu leyti orðið auðveldari í framkvæmd innan þess," sagði Arnór m.a.

Ræða Arnórs Sighvatssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK