Facebook brátt á Wall Street

Mark Zuckerberg stofnandi og eigandi Facebook.
Mark Zuckerberg stofnandi og eigandi Facebook. Reuters

Hagnaður Facebook á fyrsta ársfjórðungi ársins var 205 milljónir Bandaríkjadollara og var nokkuð minni en vonir stóðu til, þrátt fyrir auknar heildartekjur. Ástæða þessa er að aukið  fjármagn hefur verið veitt í rannsóknir og auglýsingar, en til stendur að skrá fyrirtækið á Wall Street í næsta mánuði.

Facebook er það netfyrirtæki sem selur flestar auglýsingar í Bandaríkjunum og velti Yahoo úr því sæti í fyrra.

Um 901 milljón jarðarbúa notar Facebook, sem er vinsælasta samskiptasíðan í öllum löndum heims nema sex, þeirra á meðal eru Kína og Rússland. Fyrirtækið hefur verið metið á bilinu 75-100 milljarða Bandaríkjadollara og var hagnaður fyrirtækisins í fyrra 668 milljónir dollarar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir