Jenkins fjárfestir frekar hér

Gamla kaffibrennsluhúsið við Sætún
Gamla kaffibrennsluhúsið við Sætún mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Michael Jenkins, sem á helmingshlut í  fjárfestingarfélaginu Þórsgarði, hefur fjárfest í íslenskum fasteignum fyrir á annan milljarð króna. Frekari fjárfestingar eru fyrirhugaðar á næstunni. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Því tengt hefur félagið tekið þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands og þannig skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur til fjárfestinga. Samhliða þátttökunni var Þórshamri breytt í hlutafélag.

Meðal eigna Þórsgarðs í dag eru Kirkjuhvoll, Templarasund 3 á næsta horni og Kaaberhúsið þar sem Fréttatíminn, Fíton auglýsingastofa og Þórsgarður eru til húsa. Auk þess á hann íbúðarblokkir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi.

Síðar í sumar verður opnað hótel á Kirkjuhvoli, þar sem Pelsinn og Vínbarinn eru þegar til húsa. Hótelið mun heita Kirkjuhvoll Apartment Hotel og er lúxusíbúðahótel, að sögn Valdísar í viðtali við Viðskiptablaðið.

Leiðrétting: Samkvæmt upplýsingum frá Fréttatímanum á Jenkins ekkert í Fréttatímanum líkt og kom fram í upprunalegu fréttinni sem var í Viðskiptablaðinu í morgun. Þar var einnig rangt farið með nafn fjárfestingarfélagsins og það nefnt Þórshamar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK