Lækkun í Asíu

Reuters

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu lækkuðu í dag í kjölfar frétta um ný störf í Bandaríkjunum sem ollu vonbrigðum á mörkuðum í gærkvöldi. Eins fregna um mikið atvinnuleysi á evru-svæðinu.

Í Sydney lækkaði hlutabréfavísitalan um 0,16%, í Seúl nam lækkunin 0,20% en kauphöllin í Tókýó var lokuð í dag vegna almenns frídags.

Það sem af er degi hefur Hang Seng hlutabréfavísitalan lækkað um 0,46% í Hong Kong og í Sjanghaí nemur lækkun dagsins 0,17%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir