Íslandsbanki stækkar skuldabréfaflokka

Íslandsbanki hefur lokið útboði vegna stækkunar á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa sem voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í mars. Annars vegar var 7 ára útgáfan stækkuð um 635 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,90%, og hins vegar var 12 ára útgáfan 850 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,48%.

Heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar til sjö ára er nú er nú orðin 2.465 milljónir króna og heildarstærð tólf ára útgáfunnar orðin 2.350 milljónir króna. Alls hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf að upphæð  8.815 milljónir króna frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Heildareftirspurnin í útboðinu var K 2.185.000.000 krónur en 68% tilboða var tekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK