Jóhannes í verslunarrekstur á ný

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Jónsson kaupmaður, oft kenndur við Bónus, undirbýr nú endurkomu inn á íslenskan matvörumarkað. Þetta staðfestir Jóhannes í samtali við Viðskiptablaðið.

Jóhannes hyggst opna nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu „síðla sumars“ eins og hann orðar það en vill ekki gefa upp nánari tímasetningu. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að fyrsta verslunin verði opnuð 17. júní í ár en um lágvöruverðsverslanir verður að ræða.

Jóhannes mun eiga í samstarfi við Malcolm Walker, stofnanda og eiganda Iceland Foods verslananna. Viðskiptablaðið náði tali af Walker sem staðfestir að til standi að opna verslun á Íslandi í samstarfi við Jóhannes. Nýlega var opnuð Iceland verslun í Tékklandi en í því tilfelli leigir þarlendur rekstraraðili vörumerkið í svokölluðum viðskiptasérleyfissamstarfi (e. franchise).

Sem kunnugt er eignaðist Walker nýlega Iceland verslanirnar á ný þegar hann keypti 77% hlut af slitastjórn Landsbankans en fyrir átti Walker 23% hlut í keðjunni. Kaupverðið var um 1.550 milljónir sterlingspunda en hluturinn var áður í eigu Baugs.

Óljóst er hvort Walker verður meðeigandi að Iceland verslunum Jóhannesar hér á landi en Walker staðfestir þó að Iceland í Bretlandi muni sjá verslunum Jóhannesar fyrir aðfluttum vörum. „Walker er góður bakhjarl,“ segir Jóhannes í samtali við Viðskiptablaðið aðspurður um þátt Walker.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK