„Hver ber ábyrgð á blekkingunni um höftin?"

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að atvinnulífið vilji skilyrði til þess að geta verið í fremstu röð. Til þess þurfi að losna við gjaldeyrishöftin sem sé brýnasta hagsmunamál Íslendinga. En til að losna við gjaldeyrishöftin þurfi metnað og kjark.

Þetta kom fram á fundi Samtaka atvinnulífsins um afnám gjaldeyrishafta í morgun. Gjaldeyrishöftin voru sett á eftir bankahrunið 2008.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi talað um að höft á gjaldeyrisviðskipti yrðu „somewhat longer“ eða aðeins lengur. Vilhjálmur sagði að flestir túlkað þau orð sem þrjá mánuði. Nú er árið 2012. „Hver ber ábyrgð á blekkingunni,“ spurði Vilhjálmur.

Hann talaði um að þrátt fyrir höftin hafi gengisstöðugleiki ekki nást og að verðbólga hafi fest í 5% plús.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK