Turner opnar dyr fyrir Latabæ sem ætlar sér landvinninga í Asíu með hans hjálp

Glanni glæpur er eina af helstu persónunum í Latabæ.
Glanni glæpur er eina af helstu persónunum í Latabæ. mbl.is/Ómar

Latibær er sýndur í 170 löndum og nær til barna á 500 milljón heimilum. Fyrirtækið er með um 300 virka samninga á hverjum tíma, bæði við sjónvarpsstöðvar og margs konar framleiðendur sem hafa gert samning um að nýta vörumerkið.

„Latibær hefur mjög sterka stöðu í N-Ameríku og Evrópu, í hverju einsta landi í Mið- og Suður-Ameríku og eins í arabalöndunum og flestum löndum Afríku. Til þessa höfum við átt erfitt uppdráttar í norðausturhluta Asíu,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri alþjóðasölusviðs Latabæjar, í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, en bætir við að samruninn við Turner ætti að hjálpa til við markaðssetningu þar.

Latibær var yfirtekinn af bandaríska stórfyrirtækinu Turner sem tryggir fjármagn til þáttagerðar. Guðmundur segir að sú langa bið sem hafi verið á milli þáttaraða skýrist af því að þættirnir séu dýrir í framleiðslu og tekið hafi tíma að afla fjármagns, s.s. með leyfisgjaldasölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK