Iceland Excursion reisti nýjar höfuðstöðvar

Nýjar höfuðstöðvar Iceland Excursion. Reynt var að nýta eins mikið …
Nýjar höfuðstöðvar Iceland Excursion. Reynt var að nýta eins mikið íslenskt og hægt var.

Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda ehf. hefur reist nýjar höfuðstöðvar fyrir 410 milljónir króna í Klettagörðum.

Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að reksturinn hafi gengið mjög vel eftir bankahrun og að þessi fjárfesting sýni að stjórnendurnir geri sér vonir um að vel muni ganga í framtíðinni.

Sigurdór segir að það hafi gengið vel að fjármagna bygginguna og þeir hafi fengið nokkur tilboð frá lánastofnunum um lán. „Við höfum sýnt ágætan hagnað frá bankahruni og höfum sterka eiginfjárstöðu,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið og telur því að fyrirtækið sé traustur lántaki.

Iceland Excursions skuldaði lítið við bankahrunið og segir Sigurdór að það hafi gefið fyrirtækinu gott svigrúm til að ráðast í uppbyggingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK