Erlent lán dæmt lögmætt

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Hæstiréttur Íslands dæmdi erlent lán, sem félag í eigu Karls Wernerssonar tók hjá Kaupþingi árið 2007, lögmætt. Félagið Háttur ehf. tók lánið á sínum tíma en það var jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna.

Sjö dómarar dæmdu í málinu og mynduðu fjórir þeirra meirihluta. Hæstiréttur telur lánið lögmætt erlent lán m.a. sökum þess að lánssamningurinn er kallaður lánssamningur í erlendum myntum og var lánsfjárhæðin greidd út í svissneskum frönkum og japönskum jenum. Þá greiddi Háttur ehf. einnig afborganir af láninu í erlendri mynt.

Minnihlutinn telur hins vegar lánið vera í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu.

Lánið var tekið til að kaupa húseignina Síðumúla 20 til 22 í Reykjavík.

Hér má sjá dóm Hæstaréttar í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK