Félag Jóns Ólafssonar dæmt til að greiða

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jervistone, félag Jóns Ólafssonar afhafnamanns, til að greiða Landsbankanum 2.255.432,96  sterlingspund, um 445 milljónir króna, en um var að ræða lán sem félagið fékk hjá Sparisjóðnum í Keflavík til hlutabréfakaupa.

Í dómnum segir að snemma árs 2006 hafi Jón Ólafsson óskað eftir því að Sparisjóðurinn í Keflavík myndi lána félagi í hans eigu allt að 4.500.000 sterlingspund, þá jafnvirði um 500.000.000 kr., í formi lánalínu. Lánsfénu yrði öllu varið til kaupa á erlendum hlutabréfum, skráðum í Bretlandi og skyldu hlutabréfin standa til tryggingar láninu og voru þau hlutabréf skráð á nafni Sparisjóðsins, sbr. grein 10.1 í lánssamningi.

Félagið ber nafnið Jervistone Ltd. (einnig nefnt Jervistone Holdings Ltd.) og er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Jón var tilgreindur sem sérstakur fjárfestingaráðgjafi þess.

Lánssamningur milli Jervistone og Sparisjóðsins í Keflavík var undirritaður 11. apríl 2006 en fjárhæð hans nam 2.250.000 sterlingspundum, eða helmingi minni upphæð en Jón fór fram á.

Fyrir lá að gjalddagi lánsins var 22. apríl 2007. Jervistone greiddi lánið ekki upp á þeim degi og hélt áfram að nýta sér lánalínuna og greiða inn á lánið. Síðasta innborgum barst 21. ágúst 2009.

Lögmaður Jervistone hélt því fram að bankinn hefði sýnt af sér tómlæti þar sem hvorki hafði verið gerður reki að því að innheimta lánið eftir gjalddaga, framlengja það eða stýra þeim hlutabréfum sem lágu til grundvallar lánveitingunni. Þessu hafnaði dómurinn og segir að félaginu beri að greiða lán sitt samkvæmt lánasamningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK