Gylfi telur tilefni til lækkana

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikil hækkun á vísitölu neysluverðs í júní hefur komið mörgum greiningaraðilum á óvart og hefur verið bent á að hækkun á innlendum vörum hefur verið umfram innfluttar vörur og almenna verðlagsþróun. Þetta skýtur skökku við þar sem krónan hefur verið að styrkjast upp á síðkastið. Greiningardeild Arion banka bendir á þetta í markaðspunktum sínum og segir:

„Að sjálfsögðu vekur þessi þróun hins vegar upp spurningar hvort kostnaðarhækkanirnar nægi raunverulega til að skýra 6% árshækkun innlendra vara, samanborið við 3,8% hækkun á innfluttum vörum!“

Í samtali við Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, tekur hann fyrir að launahækkanir ættu að koma inn í verðlag núna.

„Launahækkanirnar voru 3,5% 1. febrúar. Svo ætla menn að fara að halda því fram að það sé að valda einhverjum hækkunum núna. Það er ekkert í launabreytingum sem kallar á 0,5% hækkun milli mánaða.“

Greiningaraðilar spá allir lækkun vísitölu í næsta mánuði og segir Gylfi að fyrirtækjum beri að bregðast við slíku með lækkun verðs. Styrking krónunnar síðustu misseri kalli ennfremur á lækkanir, annað muni orsaka viðbrögð launþega enda sé almenningur ekki aflögufær fyrir hækkunum umfram vísitölubreytingu.

„Ef þetta heldur svona áfram er nokkuð ljóst að við munum þurfa að bregðast við þessu í formi kröfugerðar í kjarasamningum. Almenningur er ekki aflögufær með þetta. En nú er allavega tilefni til að hún [veiking krónunnar] gangi til baka og auðvitað vænti ég þess að fyrirtækin skili því. Þau eru nú nógu fljót til að hækka þegar krónan veikist.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK