Methagnaður hjá Google á meðan tap hjá Microsoft

Methagnaður var hjá Google.
Methagnaður var hjá Google. AFP

Í fyrsta skipti í sögu félagsins tilkynnti Microsoft tap á síðasta ársfjórðungi um sem nemur 492 milljónir dala. Er niðurstöðuna einkum að rekja til afskrifta á virði þjónustuþátta á vefnum samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Tekjur fyrirtækisins á ársgrundvelli héldu hins vegar áfram að aukast og námu 16,98 milljörðum dala.

Aðra sögu var að segja hjá Google sem greindi frá metafkomu á nýafstöðnum ársfjórðungi. Jukust tekjur leitarrisans um 35% frá fyrra ári og numu 12,21 milljarði dala, sem er umfram spár greiningaraðila. Þá jókst hagnaður félagsins um 11% á tímabilinu. Góða afkomu er einkum að rekja til aukinna tekna af sölu auglýsinga segir í tilkynningu frá félaginu.

Hækkanir þriðja daginn í röð

Hlutabréfavísitölur héldu annars áfram að hækka í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði 0,26% og nam 12.942,23 við lokun markaða. S&P 500-vísitalan hækkaði einnig um 0,26% og nam 1.376,40 stigum í lok dags og Nasdaq- hlutabréfavísitalan hækkaði síðan um 0,79%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK