Útlán ríkisins óæskileg

Ríkið er umsvifamikið á íbúðamarkaðnum gegnum ÍLS.
Ríkið er umsvifamikið á íbúðamarkaðnum gegnum ÍLS. mbl.is/Ómar

Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir eiga rúmlega helming útlána fjármálafyrirtækja til heimila landsins. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) gagnrýna umsvif opinberra aðila á þessum markaði í umsögn til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins vegna skýrslu ráðherra til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins.

Samtökin segja að umsvif ríkisins veiki eignasafn annarra lánveitenda á markaði og auki kostnað sem fellur á ríkið vegna þeirrar áhættu sem stafar af lágu eiginfjárhlutfalli Íbúðalánasjóðs, undanþágu sjóðsins frá flestum opinberum gjöldum og lágri arðsemi eigin fjár sem bundið er í sjóðnum. Telja samtökin engin rök „til þess að ríkið þurfi að annast almenn íbúðalán í einu ríkasta landi heims“. Þá sé Íbúðalánasjóður íþyngjandi fyrir lánsmat ríkisins.

Fram kemur það mat SFF að æskilegt sé að dregið verði úr þeirri „skuggabankastarfsemi“ sem felist í beinum lánveitingum lífeyrissjóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK