Leggur til gjald á bankareikninga

Mun ný gjaldskrá koma í veg fyrir lögbrot innan bankanna?
Mun ný gjaldskrá koma í veg fyrir lögbrot innan bankanna? AFP

Nýr stjórnarmaður Barclays bankans ýtti undir hugmyndir þess eðlis að enda „fría bankaþjónustu“ og byrja að taka gjald fyrir alla þjónustu, svo sem fyrir að eiga reikning hjá bankanum og koma þannig í veg fyrir mörg af þeim mistökum og lögbrotum sem hefðu átt sér stað í bankageiranum í Bretlandi síðustu misserin og hann taldi að mætti rekja til ókeypis þjónustu sem væri ekki ókeypis.

David Walker var í sínu fyrsta viðtali sem stjórnarformaður í The Sunday Telegraph um helgina og kom þar meðal annars inná að hann styddi að hætt væri við ókeypis bankaviðskipti þar sem ekkert væri til sem héti ókeypis þjónusta. Sagði hann að með því að rukka ekki fyrir þjónustu hefði það leitt bankana í þá stöðu að reyna að hafa tekjur með öðrum leiðum og það hafi skilað sér óbeint í mikilli sölu á þjónustu eins og vaxtavörnum til smærri fyrirtækja sem ekki þurftu þær.

Neytendasamtök hafa mörg hver gagnrýnt orð Walkers og sagt að eftir allt það sem undan er gengið þurfi bankarnir að sýna fram á að þeir geti veitt þjónustu sem vert sé að borga fyrir áður en þeir fari að rukka fólk. Sagði Mike O'Connor hjá Consumers focus að „það tæki mikið meira en endurskoðun á gjaldskránni til að vinna gegn fyrri hneykslismálum“.

Walker tekur við sem stjórnarformaður 1. nóvember næstkomandi og er hans fyrsta verkefni að finna nýjan forstjóra fyrir Barclays. Gaf hann sér í viðtalinu 2 ár til að endurreisa orðstír bankans eftir mörg skakkaföll og álitshnekk upp á síðkastið.

Efnisorð: Barclays David Walker
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK