Töluverð velta á fasteignamarkaði

Alls var 132 fasteignum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og var heildarveltan á fasteignamarkaði þar 3.468 milljónir króna. Meðalupphæð á samning er 26,3 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 108 samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 44 milljónir króna og meðalupphæð á samning 10,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 176 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru um eignir í  sérbýli. Heildarveltan var 66 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,1 milljón króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK