Hagnaður Arion banka 11,2 milljarðar

Hagnaður Arion banka nam 11,2 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Arðsemi eigin fjár var 18,8% samanborið við 20,3% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,8% en var 11,2% á sama tímabili árið 2011.

Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,3% en í lok annars ársfjórðungs 2011 var það 21,4%. Krafa Fjármálaeftirlitsins kveður á um 16% eiginfjárhlutfall.

Hagnaður annars ársfjórðungs nam 6,8 milljörðum króna samanborið við 7,2 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2011.

Rekstrartekjur námu alls 24,9 mö.kr. samanborið við 24,5 ma.kr. 2011. Hreinar vaxtatekjur námu 13,9 mö.kr. samanborið við 11,2 ma.kr. árið 2011.

Högnuðust um 875 milljónir á Höfum og 868 milljónir á N1

Hreinar tekjur af aflagðri starfsemi námu 1.379 milljónum króna samanborið við tap að fjárhæð 568 milljónir króna á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður bankans vegna sölu á stórum hluta af eignarhluta sínum í Högum á fyrri helmingi ársins nam 875 milljónum. Þá var hagnaður bankans vegna sölu á um 39% hlut bankans í N1 hf. 868 milljónir, en endanlega var gengið frá sölunni í byrjun júní eftir samþykki eftirlitsaðila. Tap af annarri aflagðri starfsemi og rekstri fullnustueigna í eigu bankans nam 364 milljónum króna.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu: „Afkoma bankans fyrstu sex mánuði ársins er viðunandi og í samræmi við okkar væntingar. Ég er ánægður með þann stöðugleika sem uppgjörið sýnir. Afkoma bankans af reglulegri starfsemi var ásættanleg en þrátt fyrir góðan rekstur þá viljum við sjá þóknanatekjur bankans hækka og kostnað við rekstur bankans lækka. Að þessum þáttum munum við vinna á næstu misserum.

Á tímabilinu höfum við selt hluti í félögum sem við höfum þurft að taka yfir og má þar nefna hluti í Högum, N1, BM Vallá og Pennanum. Þetta hefur gengið vel og hafði jákvæð áhrif á afkomu bankans upp á um tvo milljarða króna. Einnig hefur virðisbreyting útlána jákvæð áhrif sem nemur rúmum þremur milljörðum króna,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK