Segja evruna besta kostinn

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Hörður Ægisson

Seðlabanki Íslands kynnti í dag skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, sé vilji til upptöku annarra gjaldmiðla. Í ritinu er fjallað um gjaldmiðlamálin og þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar lagt er mat á heppilegasta fyrirkomulag þessara mála á Íslandi. Þótt megináherslan sé lögð á að skoða kosti og galla þess að leggja af krónuna og taka upp evru með aðild að evrusvæðinu, þá er einnig að finna í skýrslunni umfjöllun um önnur myntsvæði og gjaldmiðla eða gengistenginga. Ritið er í heild 600 blaðsíður og skipt í 25 kafla.

Í kafla 20.3 þar sem fjallað er um raunverulega kosti Íslands við upptöku annars gjaldmiðils segir að evran sé sá kostur sem seðlabankinn telji bestan. „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs, sérstaklega þegar hafðar eru í huga niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að tengsl innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu myntsvæðisins komi til með að aukast við aðild að myntsvæðinu.“

Ef evran verður ekki valin telur Seðlabankinn að danska krónan sé sá valkostur sem þar komi næstur. „Hinir norrænu gjaldmiðlarnir gætu komið til greina yrði evran ekki fyrir valinu, en með því væri þó verið að tengjast mun minna myntsvæði sem vegur töluvert minna í utanríkisviðskiptum Íslendinga en evrusvæðið. Af þeim er þó danska krónan að ýmsu leyti álitlegust, vegna þess að gengi hennar er tengt evru innan mjög þröngra marka, enda náin og söguleg tengsl milli Danmerkur og helstu ríkja evrusvæðisins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK