Þak á greiðslur í reiðufé vegna skattsvika

Evrur.
Evrur. mbl.is

Bannað verður að borga meira en eittþúsund evrur í reiðufé í viðskiptum í Frakklandi, samkvæmt nýjum áformum um að ráðast gegn skattsvikum.

Fjármálaráðuneytið í París hefur sent áform sín til umsagnaraðila og gæti svo farið að nýju reglurnar yrðu að veruleika með forsetatilskipun seint á árinu.

Með þeim yrði núverandi þak á notkun reiðufés í viðskiptum lækkað úr 3.000 evrum í eittþúsund. Þetta gildir um franska ríkisborgara en þakið fyrir þá sem búa utan Frakklands yrði lækkað úr 15.000 evrur í 10.000.

Nýju tillögurnar eru kynntar sem liður í að herða skattaeftirlit. Aukið eftirlit með framtölum fyrirtækja í fyrra skilaði 12,3 milljörðum evra í ríkissjóð, þar á meðal þremur milljörðum í ógreiddum sektum. Er þar um að ræða 14% meiri fjárhæð en árið 2011.

Einnig stendur til að auka eftirlit með greiðslu virðisaukaskatts við sölu á notuðum bifreiðum og grípa til harðari ráðstafana gegn þeim sem skirrast við að gefa upp bankareikninga í útlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK