Gengi evrunnar stöðugt

mbl.is

Gengi evrunnar var stöðugt við opnun markaða í Asíu í morgun en vonir eru um að frekari viðræður á milli Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins annars vegar og stjórnvalda á Kýpur hins vegar vegna efnahagsvanda landsins skili árangri.

Fram kemur í frétt AFP að markaðirnir fylgist grannt með Kýpur og áframhaldandi viðræðum í kjölfar þess að kýpverskir þingmenn höfnuðu samkomulagi um björgunarpakka frá ESB og AGS sem meðal annars gerði ráð fyrir því að lagður yrði sérstakur skattur á bankainnistæður.

Haft er eftir Daisaku Ueno hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley að fjárfestar telji að það versta sé að baki varðandi efnahagserfiðleika Kýpur. Staðan þar hafi þó minnt á að langur vegur sé frá því að tekist hafi að leysa algerlega úr efnahagsvanda evrusvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK