Miklar breytingar á stjórninni

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfkjörið verður í stjórn Eimskipafélags Íslands en aðalfundur félagsins verður haldinn á morgun. Miklar breytingar verða á stjórn félagsins og er Richard Winston Mark d'Abo sá eini sem verður áfram í stjórn félagsins.

Þau sem gefa kost á sér í stjórn Eimskips eru: Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarformaður Afls sparisjóðs. En hann var áður forstjóri Skeljungs og MP banka. Hann kemur inn sem sjálfstæður stjórnarmaður.

Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Logos. Hún kemur einnig inn sem sjálfstæður stjórnarmaður.

Hrund Rúdolfsdóttir, mannauðsstjóri Marels. Hún starfaði áður hjá Milestone og Lyf og heilsu. Hún kemur einnig inn í stjórnina sem sjálfstæður stjórnarmaður.

Richard Winston Mark d'Abo en hann er einn hluthafa í The Yucaipa Companies en fyrirtækið er stærsti hluthafinn í Eimskip. Hann hefur setið í stjórn Eimskips frá því í september 2009.

Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Lindarflöt ehf. Víglundur var áður stjórnarformaður og eigandi BM Vallár og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann kemur inn sem sjálfstæður stjórnarmaður.

Sjá nánari upplýsingar um nýja stjórn og varastjórn

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK